Algengar spurningar

Hver er munurinn á Baby K’tan og sjali sem er vafið?

Munurinn liggur í hönnuninni. Baby K’tan veitir þér sömu stellingar og kosti og sjal sem er vafið. En sjöl sem eru vafin eru úr löngum renningi af efni á meðan Baby K’tan er sniðið í tvær lykkjur sem gera þér kleyft að klæðast því án þess að vefja neitt.

Hver eru aldurs/þyngdartakmörk Baby K’tan?

Baby K’tan er notað frá fæðingu þar til barnið nær 16 kg þyngd (ef nota á sjalið fyrir fyrirbura áður en ætluðum fæðingardegi er náð skal ræða við lækni, það hentar oft vel en þarfnast samráðs við lækna). Fylgið alltaf leiðbeiningum og öryggisráðstöfunum þegar Baby K’tan er notað.

Hvaða stærð af Baby K’tan burðarsjali ætti ég að kaupa?

Baby K’tan er til í XS, S, M, L and XL og í XXS í svörtu. Stærð er valin út frá kjóla- eða bolastærð þinni fyrir meðgöngu (eða jakkastærð fyrir karlmenn). Endilega notið stærðarreiknivélina okkar til að finna rétta stærð. Ef þú ert á milli stærða ráðleggjum við að að þú veljir minni stærðina.

Ég nota stærri stærðir, mun Baby K’tan passa mér?

Baby K’tan stærðirnar eru gerðar til að passa á þann sem klæðist þeim og í kvenstærðum eru við með stærðir sem ná upp í evrópska kjólastærð 54 (bresk 26, amerísk 24), í karlastærð er það evrópsk jakkastærð 62 (bresk og amerísk 52)

Getum við maki minn notað sömu stærðina?

Baby K’tan á að falla þétt að líkamanum, eins og þröngur bolur. Tvær manneskjur geta deilt sjali ef þær nota sömu stærð, ef hinsvegar ein stærð myndi henta maka þínum og önnur þér mælum við með að kaupa hvort sína stærð til að sjalið passi sem á sem öruggastan og þægilegastan hátt á ykkur.

Er hægt að stilla Baby K’tan burðarsjalið?

Baby K’tan er hannað til að passa á þig á því eru engar smellur, hringir eða sylgjur sem þarf að stilla af. Þegar rétt stærð er keypt mun Baby K’tan sjalið passa á öruggan hátt.

Get ég gefið brjóst með barnið í Baby K’tan sjalinu?

Já, það geturðu. Endilega kíkið á Brjóstagjöf í sjalinu fyrir upplýsingar.

Get ég borið tvíbura í sjalinu á sama tíma?

Við sýnum ekki tvíburastellingu í Baby K’tan sjalinu skv. stöðlum burðarpokarframleiðenda (Baby Carrier Industry Standards) sem segja að burðarpokar og sjöl eigi aðeins að nota fyrir eitt barn í einu. Við viljum því mæla með að hafa eitt barn í sjalinu í einu og láta annan fullorðin bera hitt barnið. Það er samt sem áður gríðarlega hjálp í því að geta borið annað barnið utan á sér og haft hendurnar lausar til að sjá um hitt barnið.

Hvernig þvæ ég og þurrka Baby K’tan burðarsjalið mitt?

Burðarsjölin okkar eru gerð úr mjúkum efnum (engar smellur eða sylgjur) og er hægt að þvo í þvottavél og þurrka í þurrkara. Þvottaleiðbeiningar: Þvoið á köldu, með svipuðum litum. Ekki nota klór. Þurrkið í þurrkara á lágum hita. Þvoið sér fyrir fyrstu notkun.

Mun Baby K’tan burðarsjalið mitt minnka í þvotti?

Baby K’tan burðarsjalið er hannað til að teygjast með notkun og þéttast í þvotti. Þessvegna getur þér fundist það falla frekar þétt að þér eftir þvott en krossteygjanleiki efnisins gerir það að verkum að það losnar aftur um það.

Er Baby K’tan burðarsjalið þægilegt fyrir bakið mitt?

Já. Tveggja lykkja hönnun Baby K’tan sjalsins dreifir þyngd barnsins jafnt yfir axlir og bak þitt. Stuðningsbandið aftan á sjalinu hjálpar þér að aðlaga lykkjurnar og færa þyngdina að miðju. Breiddina í efninu er hægt að breiða yfir axlirnar til að dreifa enn meira úr þyngd barnsins og mittisborðann sem fylgir með er hægt að binda um þig og barnið fyrir aukinn stuðning.

Er Baby K’tan gott fyrir mjaðmir barnsins míns?

Já, stellingar barnsins í Baby K’tan sjalinu eru góðar fyrir heilbrigðan vöxt og þroska líkamans. Breitt efnið í lykkjunum er hægt að breiða út til að búa til þægilegt og rétt afstillt sæti fyrir barnið, þar sem fótleggir þess og mjaðmir eru í svokallaðri “M” stellingu (efnið nær að hnésbótinni, með hnén ofar en rass barnsins). Þegar vöðvar barnsins hafa þroskast betur (um 5 mánaða aldur eða svo), geturðu einnig haft barnið í svokallaðri ævintýrastellingu (Adventure position) þar sem það snýr fram. Athugið að fylgja sömu reglum um “M” stellingu og er lýst hér að ofan.

Er gott fyrir barnið mitt að bera það í burðarsjali eða burðarpoka?

Já. Börn koma í heiminn með viðkvæmt taugakerfi sem er auðvelt að örva um of. Ungbörn sem eru borin í sling, sjölum eða burðarpokum sjá sömu örvandi hlutina og foreldrarnir, heyra sömu hljóðin og finna sömu lykt en eru vel pökkuð inn, sem veitir þeim öryggi. Burðarsjöl eru góð leið til að venja barnið við breytinguna frá rólegu umhverfinu í móðurkviði yfir í ysinn og þysinn í umheiminum.