Öryggisráðstafanir

Öryggisráðstafanir

Passið að barnið geti andað auðveldlega
Sjáist í nef og munn og að haka barns sé ekki klesst niður við brjóst þess.

Passið að barnið sé í sitjandi stöðu
Hné ofar en rass barnsins og að efnið nái að hnésbót barnsins.

Mittisborði bundinn vel um barnið 
Í þeim stellingum sem krefjast þess að borðinn sé notaður.

Góður stuðningur við höfuð barnsins 
Ef barn heldur ekki haus enn eða ef það sefur.

 

Fleiri ráð fyrir örugga notkun burðarsjala:

Æfðu þig áður en þú byrjar. Prófaðu sjalið þitt með þungri dúkku eða kartöflupoka. Æfðu þig að beygja þig (beygðu hnén), að labba í gegnum dyragöt og að setja „barnið“ í sjalið og taka það úr sjalinu. Flest óhöpp tengd því að bera börn í burðarpokum og sjölum tengjast því að sá sem ber barnið dettur, því er mikilvægt að venjast því að verja barnið þegar hið óvænta gerist. Að venjast hreyfingunum áður en þú þarft að nota þær getur hjálpað við slíkt.

Alltaf fylgjast með hvar þú gengur.  Að hafa barn í sjali eða burðarpoka framan á sér getur haft áhrif á jafnvægið þitt.

Styðjið við barnið. Þegar þú byrjar að bera barnið í sjalinu geturðu stutt við það með handleggnum þar til þér líður eins og þú sért örugg. Styddu alltaf við barnið þegar þú beygir þig fram.

Æfðu þig fyrir framan spegil. Notaðu spegil til að sjá hvernig breitt er úr efninu og hvernig barnið er staðsett.

Skiptu um stellingar. Að sitja í sömu stellingunni í langan tíma getur verið óþægilegt. Sjúkraþjálfarar mæla með að breyta um stellingu hjá barninu öðru hvoru, sérstaklega ef þú er með barnið í sjalinu í langan tíma. Notaðu innsæið og fylgdu merkjum frá barninu.

Byggðu upp úthaldið hjá þér.  Þetta gerist jafnóðum ef barnið þitt er enn lítið. Ef þú ert að byrja að bera eldra barn ættirðu að byrja með nokkur stutt skipti hvern dag í staðin fyrir eitt langt. Aukið lengd skiptanna smám saman eftir því sem vöðvarnir þínir venjast við.