Um Baby K’tan Ísland

Um Baby K’tan Ísland

Baby K’tan hefur verið í sölu á Íslandi í nokkur ár en er nú flutt inn af Lucina.is.

Lucina.is er í eigu Júlíönu Magnúsdóttur, hjúkrunarfræðings og IBCLC brjóstagjafaráðgjafa.

Um Júlíönu

Ég hef alltaf haft áhuga á öllu tengdu getnaði, meðgöngu, fæðingu og fyrstu árum barns og fjölskyldunnar. Ég útskrifaðist úr hjúkrunarfræði árið 2008 og sem brjóstagjafaráðgjafi árið 2017. Lokaverkefni mitt í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands tengdist meðgöngu og hvernig hjálpa mætti konum að hætta að reykja þegar von væri á barni. Sem hjúkrunarnemi vann ég á barnadeild með námi og eftir útskrift á vökudeild Barnaspítalans. Ég hef tekið doulunám hjá DONA International, alþjóðlegum doulusamtökum og námskeið í getnaðarvörnum hjá UCSF, University of California San Francisco. Einnig er ég HypnoBirthing leiðbeinandi, hef sótt námskeið og fyrirlestra hjá Inu May Gaskin og Penny Simkin, þar á meðal námskeið um hvernig styðja megi sem best við konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.