Um Baby K’tan burðarsjölin

Baby K’tan var stofnað árið 2007 af Chesal og Wernick fjölskyldunum, tveimur fjölskyldum sem höfðu verið nánir vinir í mörg ár. Bæði hjónin áttu tvö börn fyrir þegar þau eignuðust barn með sérþarfir. Þau vildu halda eins mikið á ungbörnum sínum og hægt væri og gefa þeim þannig þá næringu og nærveru sem þurfti fyrir heilbrigðan þroska. Í þeim tilgangi prófuðu þau margskonar burðarsling, burðarpoka og vafin burðarsjöl. En þau voru ekki nógu sátt við úrvalið á markaðnum  og hófu að gera frumdrög að ýmiskonar sniðum sem sameinuðu stíl, auðvelda notkun og þægindi.

Michal Chesal og Isaac Wernick tóku þessi snið síðan og þróuðu áfram og úr varð Baby K’tan burðarsjalið.

Við treystum því að þú eigir eftir að elska burðarsjalið okkar eins mikið og við gerum.

 

Munurinn á burðarsjölunum eftir týpum

ORIGINAL

Baby K’tan ORIGINAL  er gert úr 100% jersey bómullarefni (svipuðu og er í þykkum bolum) sem teygist í eina átt. Þetta náttúrulega bómullarefni gerir burðarsjalið mjúkt og kósý fyrir bæði foreldri og barn.

BREEZE

Baby K’tan BREEZE er gert úr 100% bómull – með jersey bómullarefni á öðrum helmingi lykkjunnar sem fer um líkamann, og sérstöku bómullarnetaefni á hinum helmingi hennar. Bómullarnetaefnið leyfir aukið loftflæði miðað við Baby K’tan ORIGINAL.