Leiðbeiningar

Leiðbeiningar

Eins einfalt og að telja 1, 2, 3. Ekkert að vefja!

Að setja á sig Baby K’tan er eins auðvelt og að klæða sig í bol, þarf ekkert að vefja eða smella neinu. Aðeins þarf að smeygja sjalinu yfir höfuðið og setja sitthvorn handlegginn í gegnum lykkjurnar. Þú færð margar stellingar frá fæðingu og upp úr.

 

 

Að byrja að setja á sig Baby K’tan burðarsjalið

Svona setjið þið sjalið á ykkur. (ATH. ekki þarf að nota þessa aðferð þegar mjaðmastellingin er notuð)

Haldið lykkjunum saman og setjið yfir höfuð ykkar eins og hálsmen (með litlu baklykkjuna að aftan)

Aðskiljið lykkjurnar og setjið handleggina í gegnum þær.

Takið ytri lykkjuna (þá sem er lengra frá líkama þínum) og dragið hana niður af öxlinni svo lykkjan hangi um mitti þitt.

Þegar þessum skrefum er lokið geturðu haldið áfram með:

Kengúrustellingu

Knússtellingu

Forvitnisstellingu

Ævintýrastellingu

eða mjaðmastellingu (þarf ekki sömu upphafsskref)