Brjóstagjöf í sjalinu

Baby K’tan burðarsjalið styður við og stuðlar að farsælli brjóstagjöf, ver barnið þitt frá utanaðkomandi áreiti á meðan það er á brjósti. Burðarsjalið veitir einnig næði til brjóstagjafar á almannafæri, þar sem breitt efnið og hin lykkjan verja barnið frá augum vegfarenda.

Hver einstaklingur er mismunandi. Við mælum með að prófa sig áfram til að sjá hvað virkar best fyrir ykkur. Æfið ykkur nokkrum sinnum heima fyrir framan spegil til að ná tökum á stellingunum.

ATH! Fylgist vel með og athugið mjög reglulega hvernig barninu líður á meðan það drekkur í Baby K’tan burðarsjalinu til að vera viss um að það hafi örugglega opinn öndunarveg. Færið andlit barnsins ávallt frá brjóstinu um leið og það er hætt að drekka og komið því í uppréttari stöðu eftir brjóstagjöf.

Hér að neðan eru ábendingar um hvernig á að gefa brjóst í Baby K’tan sjalinu.

Ráð fyrir Kengúrustellinguna

Færðu barnið þitt úr kengúrustellingunni í sjalinu (sjá Kangaroo position ) í meira liggjandi stellingu, þannig að höfuð þess sé við brjóst þitt. Þetta skref getur verið auðveldara fyrir sumar konur en aðrar, þú gætir þurft að færa og stilla af stellingu barnsins nokkrum sinnum svo það nái brjóstinu. Færið innra brotið á lykkjunni út svo efnið sé ekki fyrir brjóstinu og lyftið bolnum eða gangið í brjóstagjafabol. Mögulega þarftu að styðja örlítið við höfuð barnsins með handlegg eða hönd þinni. Ef þú vilt aukið næði frá augum fólks í kring geturðu breitt efnið í lykkjunum yfir axlirnar og notið ytri lykkjuna til að hylja barnið á meðan það er á brjóstinu. Þú getur einnig notað mittisborðann fyrir aukinn stuðning og til að hylja betur. Þessi stelling er auðveldust fyrir brjóstagjöf á ferðinni og fyrir minni börn.

Ráð fyrir Knússtellinguna

Setjið barnið í sjalið í knússtellinguna (sjá Hug Position ) og færið allt sjalið, með barninu, til hliðar- þú getur annað hvort fært barnið til þeirrar hliðar sem þú ætlar að gefa af eða fært barnið til hinnar hliðarinnar og hallað barninu svo að brjóstinu sem þú ætlar að gefa af. Komið barninu í stöðu þar sem höfuð og andlit snúa rétt að brjóstinu. Dragið upp bolinn eða gangið í brjóstagjafabol. Lyftið barninu að brjóstinu. Breiðið úr efninu yfir axlirnar fyrir meira næði. Bindið mittisborðann um ykkur eins og þið mynduð venjulega gera í knússtellingunni.  Þú gætir þurft að styðja við höfuð barnsins með hönd þinni eða handlegg.

Notið eina lykkju

Þér gæti þótt erfitt að gefa brjóst í Baby K’tan burðarsjalinu. Ef þú getur ekki fært barnið til til að finna stellingu sem hentar til brjóstagjafar, reyndu þá að taka niður ytri lykkjuna (þannig að þú sért í raun aðeins íklædd hálfu sjalinu) og gefið brjóst á þann hátt. Að fjarlægja ytri lykkjuna losar um sjalið og veitir þér meira frelsi. Þú getur þá notar ytri lykkjuna til að hylja þig. Það kallar á auka varúðarráðstafanir að gefa brjóst á þennan hátt miðað við hina og því ætti að hafa handlegg um barnið allan tímann. Ekki skal ganga um eða standa þegar brjóst er gefið á þennan hátt.

Að nota Baby K’tan burðarsjalið til að hylja sig við brjóstagjöf

Einnig er hægt að gefa brjóst án þess að klæðast sjalinu en nýta það engu síður. Þessi aðferð nýtist t.d. ef þú ert úti meðal fólks (t.d. á veitingastöðum, í verslunarmiðstöðum eða þar sem þú kemst ekki afsíðis en þarft að gefa brjóst í næði). Setjið lykkjurnar saman eins og þið ætlið að setja sjalið í mjaðmastellingu. Setjið lykkjurnar saman yfir öxlina á móti þeirri hlið sem þú ætlar að gefa af. Haldið á barninu eins og þú myndir venjulega gera, magi að maga og breiðið sjalið yfir höfuð barnsins og hyljið ykkur þannig.