Baby K’tan Breeze burðarsjal

kr.13,900

Baby K’tan Breeze burðarsjal er framleitt úr sérstöku bómullarnetaefni sem veitir aukna öndun. Hver lykkja er tvískipt, öðrum megin er bómull en hinum megin er netaefni. Þannig er hægt að snúa lykkjunum þannig að netaefnið snúi fram eða aftur. Þú getur borið barnið á marga vegu án þess að vefja eða smella neinu, sjalið er forvafið fyrir þig. Það eru því engar spennur, smellur eða sylgjur sem geta meitt eða skemmst.

– Rétt staða barns í sjali fyrir heilbrigðan vöxt og þroska líkamans.
– Jöfn dreifing þyngdar yfir bak þitt og axlir.
– Tvöföld lykkjuhönnun sem auðvelt er að setja á sig, líkt og maður klæðir sig í bol.

SKU: N/A Category: Tag:

Description

Baby K’tan Breeze burðarsjal er framleitt úr sérstöku bómullarnetaefni sem veitir aukna öndun. Hver lykkja er tvískipt, öðrum megin er bómull en hinum megin er netaefni. Þannig er hægt að snúa lykkjunum þannig að netaefnið snúi fram eða aftur. Þú getur borið barnið á marga vegu án þess að vefja eða smella neinu, sjalið er forvafið fyrir þig. Það eru því engar spennur, smellur eða sylgjur sem geta meitt eða skemmst.

– Rétt staða barns í sjali fyrir heilbrigðan vöxt og þroska líkamans.
– Jöfn dreifing þyngdar yfir bak þitt og axlir.
– Tvöföld lykkjuhönnun sem auðvelt er að setja á sig, líkt og maður klæðir sig í bol.

Stærðarreiknivél

Ef þú ert á milli stærða, veist ekki alveg hvort þú átt t.d. að velja medium eða large skaltu ávallt velja minni stærðina. Við viljum að sjalið liggji frekar þéttar að líkamanum heldur en að það sé laust á þér.

Baby K’tan Breeze er til í svörtu

Baby K’tan forvafið burðarsjal vs burðarsjal sem þarf að vefja:

5 stellingar mögulegar frá fæðingu og upp í tæp 16 kg

Kengúrustellingin:

Kengúrustellingin er hentug frá fæðingu þar til barnið er um 1-2 mánaða gamalt.

 

Knússtellingin:

Knússtellingin er frábær fyrir mikla snertingu við barnið þitt. Þú getur byrjað að nota þessa stellingu þegar barnið er byrjað að rétta meira úr fótunum, yfirleitt um 1-2 mánaða.

Forvitnistellingin:

Forvitnistellingin er frábær leið fyrir barnið þitt að skoða heiminn með þér en á sama tíma er haldið vel um fætur þess. Þú getur byrjað að nota þessa stellingu þegar barnið fer að hafa stjórn á höfuðhreyfingum, oftast um fjögurra mánaða aldur.

Ævintýrastellingin:

Þú getur byrjað að nota þessa stellingu þegar barnið þitt hefur fulla stjórn á háls og höfði, oft um fimm mánaða aldur. Þessi stelling er góð fyrir börn sem vilja upplifa heiminn með þér en ekki ætti að nota hana of lengi í einu til að forðast oförvun.

of

Mjaðmastellingin:

Þú getur byrjað að nota þessa stellingu þegar barnið er farið að sitja sjálft. Stellingin er frábær fyrir stærri börn sem geta setið á mjöðm þinni á eðlilegan hátt. Munurinn á að hafa barn á mjöðm í sjali eða einungis halda á því á mjöðm er að þegar við höldum á því án sjalsins hættir okkur til að skekkja bak, háls og skjóta mjöðminni til hliðar. Með sjalinu dreifist þyngdin og bakið verður beinna. Ávalt skal þó hafa handlegg á barninu þegar það er borið á þennan hátt.

Additional information

Baby K'tan stærðir

XXS, XS, S, M, L, XL